„Þetta eru alveg galin vinnubrögð“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júní 2025 14:30 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir að auðvitað sé um pólitísk afskipti að ræða. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir vinnubrögð Víðis algjörlega galin. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hefur mætt þó nokkurri gagnrýni vegna afskipta af yfirvofandi brottvísun hins 17 ára Oscars Bocanegra. Víðir upplýsti forstjóra útlendingastofnunar um að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem Víðir situr ekki í, myndi veita Oscari ríkisborgararétt og brottvísun því stöðvuð. Pólitísk afskipti engin skammaryrði Stjórnarandstaðan hefur sakað Víði um að brjóta trúnað gagnvart þinginu og nefnd sinni og um að taka fyrir hendur Alþingis með pólitískum afskiptum. Víðir gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég fékk þessar upplýsingar og tel mig ekki hafa brotið neinn trúnað. Þetta er auðvitað pólitísk ákvörðun. Öll afskipti stjórnmálamanna af hlutum eru pólitískar ákvarðanir og ég sé ekki hvernig í ósköpunum það á að vera notað sem eitthvað skammaryrði. Það er náttúrulega bara eðli þessa máls.“ Víðir lítur alls ekki svo á að hann sé að setja fordæmi með afskiptum sínum. „Það hefur aldrei verið talið neitt fordæmisgefandi hvernig Alþingi afgreiðir málin í þessari nefnd. Ég get ekki horft á það í þessu tilfelli frekar en öðrum sem hafa verið unnin á síðustu árum eða áratugum.“ En er það ekki fordæmisgefandi að formaður nefndarinnar hafi afskipti með þessum hætti? „Ég kem ekkert að afgreiðslunni á því hverjir fá ríkisborgararétt og hverjir ekki í þeirri nefnd. Ég taldi bara eðlilegt með þær upplýsingar sem ég hafði og í ljósi stöðu þessa einstaklings að koma því á framfæri við útlendingastofnun sem að tekur ákvörðun í framhaldi af því sem mér finnst bara mjög eðlileg,“ segir hann og tekur fram að ekkert óeðlilegt sé við það að fresta framkvæmd á meðan málið er tekið fyrir. „Það er rétt skilið“ Í skriflegu svari Kristínar til Víðis spyr hún hvort það sama eigi þá ekki við um hina átján sem eru á framkvæmdarlista um brottvísun ásamt Oscari. Í það ver Víðir fáum orðum og svarar: „Það er rétt skilið.“ Öll samskipti Víðir og Kristínar má lesa hér fyrir neðan. Víðir ítrekar að umrædd mál séu enn til skoðunar í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar. „Þetta er náttúrulega bara spurning um það að maður hlustar á þær sögur sem okkur berast í formi þessara umsókna allra. Vinnulagið við þetta í þetta skipti í nefndinni er þannig að það er verið að horfa á einstaklinga og fjölskyldur sem falla á milli í kerfinu og eiga ekki möguleika á að fá ríkisborgararétt með öðrum hætti,“ segir hann. „Þetta eru alveg galin vinnubrögð“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur áður gagnrýnt fyrirkomulag Alþingis við veitingu ríkisborgararéttar og sagt kerfið tilviljunarkennt og ógagnsætt „Þetta eru alveg galin vinnubrögð. Þarna finnst mér Víðir fara algjörlega út fyrir sitt valdsvið og gefur fordæmi sem er vægast sagt ekki til eftirbreytni og er mjög gagnrýnisvert. Út frá jafnræðisreglu og öðrum atriðum er mjög óheppilegt ef að framkvæmdarvald eða löggjafarvald er að grípa inn í það með einhverjum hætti.“ Hann spyr jafnframt hvort Víðir hafi verið fenginn til að falla á sverðið fyrir ríkisstjórnina. „Ég veit ekki hvað liggur þarna að baki. Dómsmálaráðherra hafði kvöldið áður sagst ekki ætla stíga inn í þessi mál. Þannig vann ég þegar ég var í dómsmálaráðuneytinu. Maður lætur stofnanirnar og þau lög og reglur sem maður vinnur eftir ganga sína leið. Ég veit ekki hvort það hafi verið lagst á hann að skera þau niður úr þessari snöru með einhverjum hætti en þetta er verulega gagnrýnisvert.“ Það geti verið góð og gild rök að baki veitingu ríkisborgararéttar en að mati Jóns sé í þessu tilviki um geðþóttaákvörðun að ræða. „Að vinna þetta með þessum hætti og útiloka í raun ákveðinn hóp, láta þetta falla á milli einstaklinga þetta eru ekki vinnubrögð sem við getum liðið.“ Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hefur mætt þó nokkurri gagnrýni vegna afskipta af yfirvofandi brottvísun hins 17 ára Oscars Bocanegra. Víðir upplýsti forstjóra útlendingastofnunar um að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem Víðir situr ekki í, myndi veita Oscari ríkisborgararétt og brottvísun því stöðvuð. Pólitísk afskipti engin skammaryrði Stjórnarandstaðan hefur sakað Víði um að brjóta trúnað gagnvart þinginu og nefnd sinni og um að taka fyrir hendur Alþingis með pólitískum afskiptum. Víðir gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég fékk þessar upplýsingar og tel mig ekki hafa brotið neinn trúnað. Þetta er auðvitað pólitísk ákvörðun. Öll afskipti stjórnmálamanna af hlutum eru pólitískar ákvarðanir og ég sé ekki hvernig í ósköpunum það á að vera notað sem eitthvað skammaryrði. Það er náttúrulega bara eðli þessa máls.“ Víðir lítur alls ekki svo á að hann sé að setja fordæmi með afskiptum sínum. „Það hefur aldrei verið talið neitt fordæmisgefandi hvernig Alþingi afgreiðir málin í þessari nefnd. Ég get ekki horft á það í þessu tilfelli frekar en öðrum sem hafa verið unnin á síðustu árum eða áratugum.“ En er það ekki fordæmisgefandi að formaður nefndarinnar hafi afskipti með þessum hætti? „Ég kem ekkert að afgreiðslunni á því hverjir fá ríkisborgararétt og hverjir ekki í þeirri nefnd. Ég taldi bara eðlilegt með þær upplýsingar sem ég hafði og í ljósi stöðu þessa einstaklings að koma því á framfæri við útlendingastofnun sem að tekur ákvörðun í framhaldi af því sem mér finnst bara mjög eðlileg,“ segir hann og tekur fram að ekkert óeðlilegt sé við það að fresta framkvæmd á meðan málið er tekið fyrir. „Það er rétt skilið“ Í skriflegu svari Kristínar til Víðis spyr hún hvort það sama eigi þá ekki við um hina átján sem eru á framkvæmdarlista um brottvísun ásamt Oscari. Í það ver Víðir fáum orðum og svarar: „Það er rétt skilið.“ Öll samskipti Víðir og Kristínar má lesa hér fyrir neðan. Víðir ítrekar að umrædd mál séu enn til skoðunar í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar. „Þetta er náttúrulega bara spurning um það að maður hlustar á þær sögur sem okkur berast í formi þessara umsókna allra. Vinnulagið við þetta í þetta skipti í nefndinni er þannig að það er verið að horfa á einstaklinga og fjölskyldur sem falla á milli í kerfinu og eiga ekki möguleika á að fá ríkisborgararétt með öðrum hætti,“ segir hann. „Þetta eru alveg galin vinnubrögð“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur áður gagnrýnt fyrirkomulag Alþingis við veitingu ríkisborgararéttar og sagt kerfið tilviljunarkennt og ógagnsætt „Þetta eru alveg galin vinnubrögð. Þarna finnst mér Víðir fara algjörlega út fyrir sitt valdsvið og gefur fordæmi sem er vægast sagt ekki til eftirbreytni og er mjög gagnrýnisvert. Út frá jafnræðisreglu og öðrum atriðum er mjög óheppilegt ef að framkvæmdarvald eða löggjafarvald er að grípa inn í það með einhverjum hætti.“ Hann spyr jafnframt hvort Víðir hafi verið fenginn til að falla á sverðið fyrir ríkisstjórnina. „Ég veit ekki hvað liggur þarna að baki. Dómsmálaráðherra hafði kvöldið áður sagst ekki ætla stíga inn í þessi mál. Þannig vann ég þegar ég var í dómsmálaráðuneytinu. Maður lætur stofnanirnar og þau lög og reglur sem maður vinnur eftir ganga sína leið. Ég veit ekki hvort það hafi verið lagst á hann að skera þau niður úr þessari snöru með einhverjum hætti en þetta er verulega gagnrýnisvert.“ Það geti verið góð og gild rök að baki veitingu ríkisborgararéttar en að mati Jóns sé í þessu tilviki um geðþóttaákvörðun að ræða. „Að vinna þetta með þessum hætti og útiloka í raun ákveðinn hóp, láta þetta falla á milli einstaklinga þetta eru ekki vinnubrögð sem við getum liðið.“
Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira