Forsætisráðherra skynjar óöryggi meðal fólks Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fjölmennt var á Austurvelli um helgina þegar mótmælin fóru fram. Vísir/Viktor Freyr Forsætisráðherra segir áhyggjuefni hvernig umræðan í útlendingamálum sé að þróast. Ráðherrann skynjar óöryggi meðal fólks en slíku megi ekki beina gegn fólki sem hingað hefur komið. Unnið sé að því að styrkja stöðuna á landamærum. Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“ Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Það sló í brýnu þegar mótmælendur tveggja ólíkra fylkinga komu saman í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma um síðustu helgi. Annars vegar var um að ræða hópinn Ísland þvert á flokka sem stóð fyrir mótmælafundi vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hins vegar samtökin No Borders sem hvöttu fólk til að standa saman gegn rasisma og aðskilnaði. Umræða um hælisleitendur og flóttafólk hefur verið nokkuð hávær undanfarið og eru fundirnir um helgina og stimpingarnar milli ólíkra fylkinga til marks um það. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar að jaðrarnir eru svona að takast á í umræðunni. Ég held að meginþorri Íslendinga og þeirra sem hafa lifað hér og búið á síðustu árum og áratugum sjái alveg einhverja breytingu í hvernig við tjáum okkur um þessi mál. Ég skynja óöryggi meðal fólks. Við getum ekki litið fram hjá því að það er stór hluti fólks sem að hefur áhyggjur af þróun þessara mála en það má ekki beinast að þeim einstaklingum sem hingað koma.“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. „Fólk verður að upplifa sig öruggt á Íslandi sama hvaðan það kemur en það er okkar að hafa stjórn á aðstæðum. Hafa stjórn á landamærunum, hafa stjórn á velferðarkerfinu og hafa stjórn á rekstri ríkisins þannig við getum staðið við þá þjónustu sem svo sannarlega þarf að veita.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum líkt og fjölgun innflytjenda á Íslandi.Vísir/Anton Þannig fari umfangsmikil vinna á vegum stjórnvalda fram í þessum málum en meðal annars sé unnið að því að styrkja stöðuna á landamærum. „Það er bara mjög eðlilegt að það vakni tilfinningar þegar kemur að svona hröðum samfélagslegum breytingum. Við verðum að hafa það í huga að hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur vaxið gríðarlega hratt á örfáum árum og eðlilega vekur þetta fólk til umhugsunar en þá er umgjörðin auðvitað það sem máli skiptir.“ Lykilatriði sé, þegar kemur að svona umræðu, að beina henni að stjórnvöldum en ekki einstaklingum. „Vegna þess að það umhverfi sem við lifum í það er afsprengi ákvarðanatöku hjá stjórnvöldum. Hvort sem er í atvinnumálum þegar að við vöxum hratt sem krefst mikillar fólksfjölgunar að utan og skapar kannski ákveðin þrengsl á húsnæðismarkaði eða innviðum landsins eða þegar við tökum ákvarðanir þegar kemur að hælisleitendum eða þess háttar. Þetta eru allt ákvarðanir stjórnvalda sem að skapa ákveðið umhverfi.“
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira