Íslendingur á válista CIA árið 1970 Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júní 2025 07:02 Richard Nixon kom til Íslands árið 1957, þá varaforseti og aftur árið 1971 þegar hann var orðinn forseti. Myndin er frá því þegar hann var á leið í fyrri heimsóknina. Getty Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent