Frá þessu var greint í tilkynningu á Facebook-síðu Íslendingafélagsins í Kaupamannahöfn.
Ragnhildur er Íslendingum að góðu kunn sem áhrifavaldur, pistlahöfundur og fyrirlesari. Hún skrifar reglulega á miðla sína með léttum og fróðlegum hætti, þar sem hún leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða hugsun og nytsamleg heilræði fyrir daglegt líf.
Hún hefur verið búsett í Danmörku síðastliðin sextán ár ásamt eiginmanni sínum, Snorra Steini Þórðarsyni arkitekt.
Ragga deilir gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni þar sem hún skrifar: „Ég er mjög upp með mér að fá þann heiður að vera Fjallkonan þann 17. júní.“
„Fjallkonan okkar í ár er engin önnur en Ragga Nagli, eða Ragnhildur Þórðardóttir eins og hún heitir fullu nafni. Hún er Íslendingum að góðu kunn sem kraftmikill fyrirlesari og áhrifavaldur.
Ragga er menntaður sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði, auk þess að vera einkaþjálfari og mikill matgæðingur. Hún hefur í gegnum árin staðið fyrir fjölda fyrirlestra um líkamsmynd, sjálfsstyrkingu og jákvætt hugarfar.
Ragga er þekkt fyrir einlægan og beinskeyttan stíl, með húmor, innsæi og mikla nærveru og hefur hvatt fjölda fólks til að standa með sjálfu sér. Hún er einnig mjög virk á samfélagsmiðlum, þar sem hún miðlar visku og hvatningu til fjölmargra fylgjenda.
Við erum afar stolt að fá hana sem fjallkonu á Þjóðhátíðardegi Íslendinga í Danmörku og hlökkum til að heyra hennar innblásnu orð við Amagerströnd þann 14. júní,” segir í tilkynningunni.