Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 15:34 Karol Nawrocki bar nauman sigur úr býtum, rétt tæpt 51 prósent atkvæða. AP/Czarek Sokolowski Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu. Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu.
Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira