„Heppnir að enginn hafi dáið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 09:32 Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara sparar ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á aðstandendur „Fermingarveislu aldarinnar.“ Vísir/Samsett Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. Líkt og mikið hefur verið fjallað um um helgina myndaðist örtröð þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, yfir nokkra leið vegna hás hitastigs og súrefnisleysis og einn var lagður inn á sjúkrahús. Stór hluti gesta í lífshættu Tónleikagestir hafa margir hverjir gagnrýnt skipulag tónleikana og jafnvel krafist endurgreiðslu. Undir þessa gagnrýni tekur Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það þýðir ekkert að segja okkur að það hafi ekki gerst sem við sáum með berum augum og við trúum auðvitað gestunum og öllum sem voru þarna. Svörin frá þeim sem stóðu að þessu eru bara vond svör, það verður bara að segja þetta eins og er. Þú getur ekkert verið að tala um að það hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og trámatíseraðir. Þetta eiga að vera bestu minningar lífsins og ef þetta breytist í verstu minningar lífsins getur þú ekkert stigið fram og sagt að þetta hafi gengið vel að öðru leyti,“ segir hann og honum er heitt í hamsi í samtalinu. Útkoman fyrirséð Hann segir aðstandendur tónleikanna, þá Auðun Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Egilsson, hafa algjörlega vanrækt skyldur sínar sem viðburðarhaldara. „Það er augljóst að þeir tóku þetta ekki alvarlega. Ekki bara það, þeir voru bara ekkert að hugsa um þetta. Það er mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og að þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldara og tekið þitt hlutverk ekki alvarlega. Þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið,“ segir hann. Aðspurður segir Ísleifur að allt hafi í raun farið úrskeiðið sem úrskeiðis farið gat. Gestir hafi orðið var við að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skipulaginu og áttu erfitt með að fá aðstoð, jafnvel þegar fólk hafði slasast og múgæsingsástand hafði myndast í höllinni. Í grunninn séu það tvö atriði sem mestu áhrif höfðu. Nefnilega það að hólfaskipting hafi ekki verið nægilega vel útfærð. Tíu þúsund manns hafi verið á einu svæði og að aðeins eitt útisvæði hafi verið, sem var jafnframt þar sem öll veitingasala fór fram. Útkoman hafi verið fyrirséð. Þar að auki hafi öryggisgæsla ekki verið nóg. Skoða þurfi regluverkið Ísleifur segir að skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi og að reyndir viðburðarhaldarar eins og FM95BLÖ-strákarnir séu svo sannarlega ekki undanskildir í þeim efnum. „Við þurfum bara að hugsa um það á þessu landi hverjum er hleypt af stað í tónleikahaldi. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Það þarf að skoða regluverkið í kringum þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Lögreglumál Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Líkt og mikið hefur verið fjallað um um helgina myndaðist örtröð þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, yfir nokkra leið vegna hás hitastigs og súrefnisleysis og einn var lagður inn á sjúkrahús. Stór hluti gesta í lífshættu Tónleikagestir hafa margir hverjir gagnrýnt skipulag tónleikana og jafnvel krafist endurgreiðslu. Undir þessa gagnrýni tekur Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það þýðir ekkert að segja okkur að það hafi ekki gerst sem við sáum með berum augum og við trúum auðvitað gestunum og öllum sem voru þarna. Svörin frá þeim sem stóðu að þessu eru bara vond svör, það verður bara að segja þetta eins og er. Þú getur ekkert verið að tala um að það hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og trámatíseraðir. Þetta eiga að vera bestu minningar lífsins og ef þetta breytist í verstu minningar lífsins getur þú ekkert stigið fram og sagt að þetta hafi gengið vel að öðru leyti,“ segir hann og honum er heitt í hamsi í samtalinu. Útkoman fyrirséð Hann segir aðstandendur tónleikanna, þá Auðun Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Egilsson, hafa algjörlega vanrækt skyldur sínar sem viðburðarhaldara. „Það er augljóst að þeir tóku þetta ekki alvarlega. Ekki bara það, þeir voru bara ekkert að hugsa um þetta. Það er mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og að þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldara og tekið þitt hlutverk ekki alvarlega. Þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið,“ segir hann. Aðspurður segir Ísleifur að allt hafi í raun farið úrskeiðið sem úrskeiðis farið gat. Gestir hafi orðið var við að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skipulaginu og áttu erfitt með að fá aðstoð, jafnvel þegar fólk hafði slasast og múgæsingsástand hafði myndast í höllinni. Í grunninn séu það tvö atriði sem mestu áhrif höfðu. Nefnilega það að hólfaskipting hafi ekki verið nægilega vel útfærð. Tíu þúsund manns hafi verið á einu svæði og að aðeins eitt útisvæði hafi verið, sem var jafnframt þar sem öll veitingasala fór fram. Útkoman hafi verið fyrirséð. Þar að auki hafi öryggisgæsla ekki verið nóg. Skoða þurfi regluverkið Ísleifur segir að skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi og að reyndir viðburðarhaldarar eins og FM95BLÖ-strákarnir séu svo sannarlega ekki undanskildir í þeim efnum. „Við þurfum bara að hugsa um það á þessu landi hverjum er hleypt af stað í tónleikahaldi. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Það þarf að skoða regluverkið í kringum þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Lögreglumál Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39