Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 07:44 Leikmenn PSG rúntuðu með Meistaradeildartitilinn niður Champs-Élysées breiðgötuna. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira