Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:20 Um tíu þúsund gestir voru á tónleikunum. Vísir/Viktor Freyr Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. Greint var frá í gærkvöldi að þrír einstaklingar voru fluttir með sjúkrabíl af tónleikum FM95BLÖ sem haldnir voru í Laugardalshöll í gærkvöld. Nú hafa alls fimmtán einstaklingar leitað á bráðamóttöku vegna áverka eftir tónleikana, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Jens Andri Fylkisson, eigandi Icelandic Security og yfirmaður öryggisgæslu á viðburðinum, sagði mikinn troðninga hafa myndast þegar þríeyki FM95BLÖ, Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson, luku sinni dagskrá. Þá tók við fimmtán mínútna hlé og virðist sem allir hafi ákveðið að fá sér ferskt loft á sama tíma. „Þetta er bara af því að það eru allir að gera þetta á sama tíma,“ segir Jens. „Hitinn í húsinu var mikill og svo þegar það kemur pása vilja allir komast fram, kaupa sér áfengi og komast í ferskt loft. Það leita allir í sömu átt og það gengur ekki upp, tíu þúsund manns á sama tíma.“ Um tíu þúsund gestir sóttu tónleikana en sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, kom fjöldi aðstoðarbeiðna frá tónleikagestum. Meðal annars vegna fíkniefnamáls, vopnalagabrota og vopnaburðar. Þá hafa forsvarsmenn Nordic Live Events, sem héldu tónleikana, gefið frá sér tilkynningu. Þar segir að þeim þyki miður að troðningur hafi myndast en tekist hafi að vinna hratt úr málum. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Greint var frá í gærkvöldi að þrír einstaklingar voru fluttir með sjúkrabíl af tónleikum FM95BLÖ sem haldnir voru í Laugardalshöll í gærkvöld. Nú hafa alls fimmtán einstaklingar leitað á bráðamóttöku vegna áverka eftir tónleikana, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Jens Andri Fylkisson, eigandi Icelandic Security og yfirmaður öryggisgæslu á viðburðinum, sagði mikinn troðninga hafa myndast þegar þríeyki FM95BLÖ, Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson, luku sinni dagskrá. Þá tók við fimmtán mínútna hlé og virðist sem allir hafi ákveðið að fá sér ferskt loft á sama tíma. „Þetta er bara af því að það eru allir að gera þetta á sama tíma,“ segir Jens. „Hitinn í húsinu var mikill og svo þegar það kemur pása vilja allir komast fram, kaupa sér áfengi og komast í ferskt loft. Það leita allir í sömu átt og það gengur ekki upp, tíu þúsund manns á sama tíma.“ Um tíu þúsund gestir sóttu tónleikana en sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, kom fjöldi aðstoðarbeiðna frá tónleikagestum. Meðal annars vegna fíkniefnamáls, vopnalagabrota og vopnaburðar. Þá hafa forsvarsmenn Nordic Live Events, sem héldu tónleikana, gefið frá sér tilkynningu. Þar segir að þeim þyki miður að troðningur hafi myndast en tekist hafi að vinna hratt úr málum.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira