Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 10:30 Kveikt var í bílum. Vísir/Getty Images Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45