Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 10:30 Kveikt var í bílum. Vísir/Getty Images Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45