Tíundi hver með ágætiseinkunn í MR Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 13:49 Nýstúdentar Menntaskólans í Reykjavík voru kátir með tímamótin þegar skólanum var slitið í 179. sinn. Haraldur Guðjónsson Thors Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn. Af þeim 194 stúdentum sem voru brautskráðir komu 29 af máladeild, 40 af eðlisfræðideild og 125 af náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir við brautskráningu hlutu Matthildur Bjarnadóttir í 6.M sem dúxaði með einkunnina 9,65 og var Líba Bragadóttir í 6.A semídúx með aðaleinkunn 9,49. Alls fengu um tíu prósent nýstúdenta ágætiseinkunn sem þykir eftirtektavert. Minning þriggja einstaklinga sem tengdust skólanum sterkum böndum og féllu frá á liðnu skólaári var heiðruð. Það voru þau Árni Indriðason, sögukennari til 44 ára, Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor og latínukennari, og Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari. Ákall um bót á húsnæðisvanda og málverk af Yngva rektor Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor lagði í ræðu sinni áherslu á að húsnæðisvanda MR yrði mætt sem fyrst og hvatti nemendur til að sýna dug, kjark og þor en vera einnig góð og blíð hvert við annað. „Þið eruð framtíðin okkar og eruð betur til þess fallin en við sem eldri erum að leysa vanda og aðlagast breyttum heimi sem blasir við ykkur, með nýjum áskorunum og tækifærum,“ sagði rektor í kveðjuorðum sínum til útskriftarnemenda. Sólveig Hannesdóttir rektor flutti ræðu á athöfninni.Haraldur Guðjónsson Thors Rektor þakkaði foreldrafélagi MR, afmælisstúdentum og Hollvinafélagi MR fyrir ómetanlegan stuðning við skólastarfið. Hollvinafélagið styrkti ritun fimmta bindis af Sögu Reykjavíkurskóla og kaup á sjónvarpsskjám í kennslustofur Gamla skóla. Þá var greint frá því að nýlega hefði málverk af Yngva Péturssyni, fyrrverandi rektor, verið afhjúpað í hátíðarsal skólans. Þar hanga málverk allra rektora skólans frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn á núverandi stað 1846, allt til tíma Yngva. Skóla- og menntamál Tímamót Reykjavík Dúxar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Af þeim 194 stúdentum sem voru brautskráðir komu 29 af máladeild, 40 af eðlisfræðideild og 125 af náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir við brautskráningu hlutu Matthildur Bjarnadóttir í 6.M sem dúxaði með einkunnina 9,65 og var Líba Bragadóttir í 6.A semídúx með aðaleinkunn 9,49. Alls fengu um tíu prósent nýstúdenta ágætiseinkunn sem þykir eftirtektavert. Minning þriggja einstaklinga sem tengdust skólanum sterkum böndum og féllu frá á liðnu skólaári var heiðruð. Það voru þau Árni Indriðason, sögukennari til 44 ára, Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor og latínukennari, og Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari. Ákall um bót á húsnæðisvanda og málverk af Yngva rektor Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor lagði í ræðu sinni áherslu á að húsnæðisvanda MR yrði mætt sem fyrst og hvatti nemendur til að sýna dug, kjark og þor en vera einnig góð og blíð hvert við annað. „Þið eruð framtíðin okkar og eruð betur til þess fallin en við sem eldri erum að leysa vanda og aðlagast breyttum heimi sem blasir við ykkur, með nýjum áskorunum og tækifærum,“ sagði rektor í kveðjuorðum sínum til útskriftarnemenda. Sólveig Hannesdóttir rektor flutti ræðu á athöfninni.Haraldur Guðjónsson Thors Rektor þakkaði foreldrafélagi MR, afmælisstúdentum og Hollvinafélagi MR fyrir ómetanlegan stuðning við skólastarfið. Hollvinafélagið styrkti ritun fimmta bindis af Sögu Reykjavíkurskóla og kaup á sjónvarpsskjám í kennslustofur Gamla skóla. Þá var greint frá því að nýlega hefði málverk af Yngva Péturssyni, fyrrverandi rektor, verið afhjúpað í hátíðarsal skólans. Þar hanga málverk allra rektora skólans frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn á núverandi stað 1846, allt til tíma Yngva.
Skóla- og menntamál Tímamót Reykjavík Dúxar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira