Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 23:21 Imane Khelif kyssir hér Ólympíugullið eftir sigur sinn í París í ágúst í fyrra. Getty/Richard Pelham Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf. Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn. Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45
„Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03