Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. maí 2025 19:31 20 milljónir hurfu úr bankabókinni og var engin leið til að fá þær aftur. vísir/vilhelm Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“ Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“
Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels