Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. maí 2025 19:31 20 milljónir hurfu úr bankabókinni og var engin leið til að fá þær aftur. vísir/vilhelm Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“ Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“
Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira