Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2025 11:27 Svona mun reiturinn líta út þegar hann verður tilbúinn. Nordic Office of Architecture Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. „Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira