Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 15:00 Mykhailo Mudryk náði að leika fjóra leiki með Chelsea í Sambandsdeildinni og á því sinn þátt í því að koma liðinu í úrslitaleikinn. Getty/Harry Langer Það kom Enzo Maresca, stjóra Chelsea, í opna skjöldu þegar honum var tjáð á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn við Real Betis í kvöld að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefði sést á götum Wroclaw. Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira