Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 14:30 Nicolo Zaniolo er leikmaður Fiorentina og sést hér í leik gegn Roma fyrr á tímabilinu. Hann var áhorfandi á leik unglingaliðanna í gærkvöldi og fór inn í klefa Roma eftir leik. Silvia Lore/Getty Images Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið. Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Zaniolo er leikmaður Fiorentina, að láni frá Galatasaray í Tyrklandi, og var viðstaddur leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Fiorentina vann Roma 2-1 í undanúrslitum u20 deildarinnar. Roma segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi að Zaniolo hafi stormað inn í búningsherbergi Roma eftir leik, með ögrandi tilburðum og átt í orðaskiptum við leikmenn liðsins. Tveir þeirra hafi síðan verið slegnir. Fiorentina sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem er ekki minnst á neitt ofbeldi, og Zaniolo segir: „Eftir leik fór ég niður í búningsherbergi til að óska Fiorentina strákunum til hamingju. Síðan fór ég inn í búningsherbergi Roma. Ég ætlaði að heilsa þeim og óska þeim til hamingju með flott tímabil, en þeir svöruðu með móðgandi hætti og þá ákvað ég, til þess að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum, að fara.“ Zaniolo spilaði sjálfur með Roma frá 2018-2023. Massimo Insabato/Mondadori Portfolio via Getty Images Yfirvöld á Ítalíu undu sér strax til verks. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hóf rannsókn í morgun og mun yfirheyra aðila málsins eins fljótt og auðið er. Zaniolo á yfir höfði sér bann frá allri knattspyrnuiðkun á Ítalíu, finnist hann sekur. Zaniolo var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Ítalíu og var valinn besti ungi leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar árið 2018, þá sem leikmaður Roma. Hann var hjá félaginu næstu fimm ár og vann Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho árið 2022 en fór síðan til Galatasaray árið 2023. Honum hefur hins vegar ekki vegna vel í Tyrklandi, aðeins spilað tíu leiki fyrir Galatasaray, og verið sendur á lán til Aston Villa, Atalanta og nú Fiorentina, þar sem hann er uppalinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira