Erfiðast að læra íslenskuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2025 15:16 Ngan Kieu Tran, Dana Zaher El Deen og Diana Al Barouki. Vísir/Sigurjón Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35