Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 11:35 Ngan Kieu Tran frá Víetnam, og Dana Zaher og Diana Al Barouki frá Sýrlandi. FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira