„Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 19:01 Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars. Vísir/Bjarni Helga Vala Helgadóttir lögmaður hins sautján ára Oscars sem til stendur að vísa úr landi hafnar fullyrðingum Útlendingastofnunar um að drengurinn hafi fengið efnislega meðferð. Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira