Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Alessia Russo hefur skorað átta mörk í 14 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira