Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2025 13:49 Áætlað er að með breytingunni styttist akstursleiðin á leið 4 um 1,2 kílómetra. Vísir/Vilhelm Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó
Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20