Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:06 Carbfix fargar koltvísýringi með því að dæla honum ofan í berglög í borholum eins og þeirri sem sést á þessari mynd. Orkuveitan Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu.
Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07