Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 19:24 Þau Halldór Elí og Snædís Birta í 7. bekk Helgafellsskóla vita upp á hár hvernig lýðræðislegar kosningar virka eftir að hafa haft umsjón með kosningum sem fóru fram í dag. Vísir/Stefán Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta. Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira