„Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2025 12:00 Esjar er fæddur árið 2007. Hann er trans og hefur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Anton Brink Hann heitir Esjar Smári Gunnarsson, veit nákvæmlega hver hann er, hvað hann langar og vill út úr lífinu. Esjar sagði áhugaverða og mikilvæga sögu sína í Íslandi í dag í gær. Esjar er transstrákur fæddur árið 2007. Hann fæddist stelpa, alin upp sem slík en finnur fljótlega að hann sé í röngum líkama. „Ég var alltaf rosalega stelpulegur og klæddi mig mikið upp. Var mikið í leiklist og að syngja og átti mikið af stelpuvinkonum,“ segir Esjar. „Í kringum kynþroskan þegar líkaminn fór að breytast leið mér eins og að þetta passaði bara ekki. Ég kynntist líka öðrum krökkum sem voru trans eða hinsegin og það opnaði svolítið nýjan heim fyrir mér því ég hafði aldrei séð þetta áður nema kannski pínu á samfélagsmiðlum. Þannig að það var allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég,“ segir Esjar sem kom fyrst út sem tvíhneigður. Hann segir að það hafi verið erfitt að segja foreldrum og fjölskyldu frá. Góðar móttökur „Ég var rosalega stressaður en líka rosalega spenntur. Við vorum búin að bjóða systur minni og kærastanum hennar og dóttir hennar. Hún var nú bara eins árs á þessum tíma og vissi kannski ekki alveg hvað var í gangi,“ segir Esjar og hlær. „Við komum okkur fyrir í sófanum og ég sagði þeim að þetta væri hvernig ég upplifi sjálfan mig. Ég fékk bara rosalega góðar móttökur og ég er bara endalaust þakklátur fyrir það. Það er ekki eitthvað sem allir eru heppnir að fá. Ég var hræddur og stressaður og maður hefur heyrt sögur að fólki er hent út af heimilinu sínu. En ég vissi alveg að það myndi ekki koma fyrir mig, en maður vissi samt ekki hvernig viðtökurnar myndu vera.“ Erfitt að mæta í skólann Esjar segir að ömmur hans og afar hafi einnig tekið þessu vel. „Þau reyna alltaf sitt besta og ef þau segja eitthvað óvart reyna þau að leiðrétta sig strax.“ Hann segir að þegar hann hafi komið út sem trans hafi kennarar hans í Foldaskóla tekið honum mjög vel og gert allt sitt besta, vinkonur hans alltaf staðið með honum en aðrir drengir í skólanum látið hann finna fyrir því. „Ég hætti í rauninni að mæta í skólann út af þessu. Í lok ársins 2020 fer ég mjög langt niður. Ég var rosalega mikið einn, ég átti mikið af vinum, en ég útilokaði mig frá þeim. Þetta var betra þegar skólasjórnendurnir bjuggu til sérstakt plan fyrir mig sem hjálpaði mikið. En ég man eftir einu ákveðnu þegar ég var í bústað. Þá hringir vinkona mín í mig og segir að það sé búið að skrifa eitthvað um mig á strætóskýli í Spönginni. Þar stóð að Esjar væri stelpa og þetta væri gamla nafnið hans og að hann mætti drepa sig. Þetta var það sem kom mér yfir línuna og nokkrum dögum seinna þegar ég kom í bæinn aftur reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir Esjar sem þá var þrettán ára. Hann var á spítala yfir nótt í kjölfarið, fór í viðtal hjá BUGL og fékk í kjölfarið að fara heim. Esjar sem barn. „Mér leið rosalega skringilega. Ég var með voðalega mikið samviskubit og gat ekki sofið einn í nokkrar nætur. Mamma svaf alltaf upp í hjá mér. Svo var rosalega erfitt að mæta aftur í skólann, því mér leið eins og ég væri rosalega mikið fórnarlamb og allir að horfa á mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Esjar fer yfir það hvernig hann komst upp úr þessum dimma dal. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira
Esjar er transstrákur fæddur árið 2007. Hann fæddist stelpa, alin upp sem slík en finnur fljótlega að hann sé í röngum líkama. „Ég var alltaf rosalega stelpulegur og klæddi mig mikið upp. Var mikið í leiklist og að syngja og átti mikið af stelpuvinkonum,“ segir Esjar. „Í kringum kynþroskan þegar líkaminn fór að breytast leið mér eins og að þetta passaði bara ekki. Ég kynntist líka öðrum krökkum sem voru trans eða hinsegin og það opnaði svolítið nýjan heim fyrir mér því ég hafði aldrei séð þetta áður nema kannski pínu á samfélagsmiðlum. Þannig að það var allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég,“ segir Esjar sem kom fyrst út sem tvíhneigður. Hann segir að það hafi verið erfitt að segja foreldrum og fjölskyldu frá. Góðar móttökur „Ég var rosalega stressaður en líka rosalega spenntur. Við vorum búin að bjóða systur minni og kærastanum hennar og dóttir hennar. Hún var nú bara eins árs á þessum tíma og vissi kannski ekki alveg hvað var í gangi,“ segir Esjar og hlær. „Við komum okkur fyrir í sófanum og ég sagði þeim að þetta væri hvernig ég upplifi sjálfan mig. Ég fékk bara rosalega góðar móttökur og ég er bara endalaust þakklátur fyrir það. Það er ekki eitthvað sem allir eru heppnir að fá. Ég var hræddur og stressaður og maður hefur heyrt sögur að fólki er hent út af heimilinu sínu. En ég vissi alveg að það myndi ekki koma fyrir mig, en maður vissi samt ekki hvernig viðtökurnar myndu vera.“ Erfitt að mæta í skólann Esjar segir að ömmur hans og afar hafi einnig tekið þessu vel. „Þau reyna alltaf sitt besta og ef þau segja eitthvað óvart reyna þau að leiðrétta sig strax.“ Hann segir að þegar hann hafi komið út sem trans hafi kennarar hans í Foldaskóla tekið honum mjög vel og gert allt sitt besta, vinkonur hans alltaf staðið með honum en aðrir drengir í skólanum látið hann finna fyrir því. „Ég hætti í rauninni að mæta í skólann út af þessu. Í lok ársins 2020 fer ég mjög langt niður. Ég var rosalega mikið einn, ég átti mikið af vinum, en ég útilokaði mig frá þeim. Þetta var betra þegar skólasjórnendurnir bjuggu til sérstakt plan fyrir mig sem hjálpaði mikið. En ég man eftir einu ákveðnu þegar ég var í bústað. Þá hringir vinkona mín í mig og segir að það sé búið að skrifa eitthvað um mig á strætóskýli í Spönginni. Þar stóð að Esjar væri stelpa og þetta væri gamla nafnið hans og að hann mætti drepa sig. Þetta var það sem kom mér yfir línuna og nokkrum dögum seinna þegar ég kom í bæinn aftur reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir Esjar sem þá var þrettán ára. Hann var á spítala yfir nótt í kjölfarið, fór í viðtal hjá BUGL og fékk í kjölfarið að fara heim. Esjar sem barn. „Mér leið rosalega skringilega. Ég var með voðalega mikið samviskubit og gat ekki sofið einn í nokkrar nætur. Mamma svaf alltaf upp í hjá mér. Svo var rosalega erfitt að mæta aftur í skólann, því mér leið eins og ég væri rosalega mikið fórnarlamb og allir að horfa á mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Esjar fer yfir það hvernig hann komst upp úr þessum dimma dal. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira