Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 08:06 Jürgen Klopp hlær mögulega bara að fréttunum frá Ítalíu. Getty/Jan Woitas Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka. Ítalski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka.
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira