Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 07:02 Forsetinn Gianni Infantino er mættur á þing FIFA en sýndi því ákveðna vanvirðingu að mati fulltrúa UEFA með því að mæta seint. Getty/Buda Mendes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ. Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. UEFA FIFA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni.
UEFA FIFA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira