Baráttan um jólagestina hafin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 21:03 Úr auglýsingu Baggalúts fyrir jólatónleikana þar sem félagarnir eru með gaddfreðinn jólasvein og bíða þess að hann þiðni. Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma. Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma.
Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira