„Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 11:19 Inga Sæland mundaði sleggjuna í morgun og reif niður vegg. Vísir/Bjarni Félags- og húsnæðisráðherra og forstjóri Reita hófu framkvæmdir að nýju hjúkrunarheimili í gömlu höfuðstöðvum Icelandair í morgun, með því að brjóta niður vegg sem þurfti að víkja við endurbæturnar. „Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Verulega tímabært var að hefja fyrir alvöru uppbyggingu hjúkrunarheimila á Íslandi og nú er verkið hafið. Málefni eldra fólks eru mér hjartans mál og hafa verið það lengi og nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið. Ég er afar stolt í dag,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatilkynning af því tilefni. Greint var frá því í morgun að Reitir hefðu samið við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu tuttugu ára. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðisráðuneytinu segir að nýja hjúkrunarheimilið verði ríflega 6.500 fermetrar og öll herbergin einbýli með baðherbergjum. „Umbreyting Nauthólsvegar 50 í hjúkrunarheimili er liður í stefnu Reita um uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir samfélagið. Breytt aldurssamsetning og öldrun þjóðar kallar á verulega aukningu hjúkrunarrýma og með þessu verkefni svörum við kallinu um innviði sem skipta sköpum fyrir velferð og heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Henti einstaklega vel fyrir hjúkrunarheimili Arkís arkitektar muni sjá um hönnun hússins og meðal annars verði lögð áhersla á þarfir og velferð íbúa og starfsfólks, aðgengi fyrir alla og góða innivist. Þá verði útigarður hannaður þannig að í honum myndist skjólgott og sólríkt útivistar- og dvalarsvæði. Staðsetningin henti einstaklega vel fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis, í nánd við Landspítalann, miðbæ Reykjavíkur og útivistarsvæði á borð við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Fjöldi hjúkrunarrýma í pípunum Þá segir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma. Þann 19. mars síðastliðinn hafi verið tilkynnt að samkomulag væri í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Í apríl hafi komið fram að ráðgert væri að taka í notkun 120 hjúkrunarrými á þessu ári og afla 600 nýrra hjúkrunarrýma á árunum 2026 til 2028. Í byrjun maí hafi félags- og húsnæðismálaráðherra tekið fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Ási í Hveragerði og í dag hafi hann hann sem fyrr segir mundað sleggjuna við Nauthólsveg. Á næstu vikum standi til að undirrita samkomulag við nokkur sveitarfélög um lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjúkrunarheimili Reitir fasteignafélag Icelandair Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira