Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 11:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson og félagar hans í Ajax leyndu ekki vonbrigðum sínum í gærkvöld. Eftir tvö stig úr síðustu fjórum leikjum þurfa þeir nú að treysta á hjálp í lokaumferðinni til að geta orðið Hollandsmeistarar. Getty Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar? Hollenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar?
Hollenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti