Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 12:34 Ruslsugan er í kaðli í höfninni. Faxaflóahafnir Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur. Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið. Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í tilkynningu Faxaflóahafna kemur fram að tækið sjálft vegi ekki nema 35 kílógrömm og gangi fyrir 220V rafmagni. Þess vegna sé auðvelt að koma vélinni fyrir á hvaða hafnarsvæði sem er. „Við erum stöðugt að leita leiða til að halda höfninni hreinni. Ákveðin svæði hjá okkur eru þannig úr garði gerð að rusl og olía safnast frekar fyrir. Með þessum nýja búnaði erum við að prófa okkur áfram með lausnir til að hreinsa þessi svæði. Markmiðið er að meta virkni búnaðarins og ákveða hvort rétt sé að nýta hann á fleiri svæðum í framtíðinni. Í Suðurbugtinni er blómlegt mannlíf og við viljum tryggja að hreint og snyrtilegt hafnarsvæði sé hluti af upplifun þeirra sem heimsækja svæðið,“ segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Faxaflóahafna, í tilkynningunni. Sugan tekur plast, olíu og grút úr höfninni. Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir suguna tæmda einu sinni í viku. Á henni er annars vegar poki sem er að stærð eins og kartöflupoki sem safni plasti og öðru rusli og svo sé eins konar pylsa sem safnar olíu, grút og smáögnum. „Maður sér strax mun,“ segir Sigurður en sugan er staðsett hægra megin í Suðurbugtinni og er fest með kaðli. Hann segir sjáanlegan mun á hægri og vinstri hlið hafnarinnar. Mikil umferð við gömlu höfnina Þau hafi ákveðið að byrja í Suðurbugt, við gömlu höfnina, vegna mikillar umferðar. Þar fari hvalaskoðunarskipin frá höfn og þar sé að finna mörg kaffihús. „Við þorðum ekki að sleppa henni lausri vegna mikillar bátaumferðar. Þess vegna er hún í kaðli. En erlendis, í Frakklandi til dæmis, hefur maður séð myndbönd þar sem sugurnar fá að synda frjálsari um.“ Honum finnst ekki ólíklegt að fleiri slíkar sugur verði keyptar síðar. Til dæmis væri hægt að koma fleiri fyrir í Suðurbugtinni og einhverjum við Kaffivagninn og Sjóminjasafnið.
Umhverfismál Loftslagsmál Reykjavík Hafnarmál Sorphirða Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira