Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 20:32 Ross Edgley sundkappi og áhrifavaldur. Vísir/BJarni Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. Sundkappinn Ross Edgley sem hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru eygir nú sína næstu áskorun sem er að synda 1.600 kílómetra í kringum Ísland. Hann leggur af stað á föstudag frá Garði á Suðurnesjum. En hvernig dettur einhverjum slíkt í hug? „Árið 2018 synti ég í kringum Stóra-Bretland. Þegar ég leit á landakortið fór ég að skoða önnur lönd sem ég vildi synda í kringum. Góður vinur minn, Chris Hemsworth sem leikur Þór í Marvel-myndunum, og ég vorum að tala saman og Chris kynnti norrænar þjóðsögur fyrir mér. Við veltum upp einhverjum hugmyndum og ég sagði að Ísland væri það næsta sem maður kæmist því að synda í kringum Ásgarð. Svo að fræ að hugmyndinni var sáð fyrir nokkrum árum.“ Gæti tekið allt að fimm mánuði Síðastliðið ár hefur hann staðið í stífum æfingum og og borðar um 10.000 kalóríur á dag til að bæta á sig fitu fyrir vörn gegn kuldanum. Áskorunin framundan gæti orðið hans erfiðasta hingað til. „Ég held að það gæti tekið þrjá mánuði, það gæti tekið fjóra mánuði, það gæti tekið fimm. Það er allt undir veðrinu komið. Ég held að það sé aðalþrautin varðandi Ísland, það er veðrið. Allir skilja það. Öldurnar, vindurinn. Vonandi líkar dýrunum vel við mig og selirnir taki mér sem einum af þeim.“ Hvernig er dæmigerður dagur í þessari ferð? „Dæmigerður dagur er auðveldur. Maður syndir með sjávarfallinu í sex tíma og svo fer maður í bátinn. Maður borðar og sefur á meðan straumurinn er á móti. Svo fer maður aftur út í og syndir í sex tíma. Svo þetta eru tvær sex tíma sundferðir á sólarhring, það skiptir ekki máli hvort klukkan sé tvö um nótt eða tvö um dag þú bara skellir þér í gallann.“ Ross tilkynnti leiðangur sinn hringinn í kringum Ísland í Youtube myndbandi á dögunum sem má berja augum hér fyrir neðan: Vonast til að vera þybbinn eins og hvalur Fréttastofa fékk þann heiður að stinga sér til sunds með kappanum þar sem fréttamaður var fljótur að heltast úr lestinni. Sjá má sjósundið hér fyrir ofan í klippunni með fréttinni. Ross segist einkar hrifinn af Íslandi og tekur fram að stuðningur Íslendinga sé ómetanlegur. „Ísland er alveg magnað. Ég elska sólina, ég elska matinn. Fólkið hefur tekið svo vel á móti mér sem er mikilvægast. Ég veit að ég er bara skrítinn Englendingur sem kemur hingað til að reyna synda í kringum þetta magnaða land og mér finnst ég svo velkominn.“ Samhliða því að synda í kringum landið mun leiðangurinn einnig sinna rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Hann segir að stærsta hindrunin á leiðinni verði hitastigið og hefur hann mestar áhyggjur af kuldanum. „Ég er búinn að vera reyna bæta á mig eins mikilli fitu og ég get. Mig langar að verða feitari og meira fit, sem hljómar mjög skringilega. En það er markmiðið að verða eins og þybbinn hvalur.“ Smá eins og að vera fastur í einangrun Hann segir að andlegur undirbúningur sé jafn mikilvægur og líkamlegar æfingar. „Þetta er smá eins og einangrun. Þú ert að synda í tólf klukkutíma á dag og þú sérð ekki mikið, heyrir lítið og finnur enga lykt. Þú ert fastur með eigin hugsunum. Lukkulega er útsýnið við Ísland ótrúlegt. Fjöllin og snjóþekjurnar, vonandi koma hvalir í heimsókn og það mun gera allt mun auðveldara,“ segir hann og bætir við að hann sé spenntastur fyrir því að synda við Vestfirði og fara yfir norðurheimskautsbaug. Hann segist elska Ísland og vilja sjá sem mest af því. „Fyrir flesta væri kannski best að keyra eða sigla í kringum landið. Og þetta mun hljóma skringilega en ég verð mjög sjóveikur á bátnum en þegar ég er í vatninu líður mér vel. Svo það er mun auðveldara fyrir mig að synda í kringum landið en sigla,“ segir hann og hlær dátt. Sund Sjósund Íslandsvinir Garðabær Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru eygir nú sína næstu áskorun sem er að synda 1.600 kílómetra í kringum Ísland. Hann leggur af stað á föstudag frá Garði á Suðurnesjum. En hvernig dettur einhverjum slíkt í hug? „Árið 2018 synti ég í kringum Stóra-Bretland. Þegar ég leit á landakortið fór ég að skoða önnur lönd sem ég vildi synda í kringum. Góður vinur minn, Chris Hemsworth sem leikur Þór í Marvel-myndunum, og ég vorum að tala saman og Chris kynnti norrænar þjóðsögur fyrir mér. Við veltum upp einhverjum hugmyndum og ég sagði að Ísland væri það næsta sem maður kæmist því að synda í kringum Ásgarð. Svo að fræ að hugmyndinni var sáð fyrir nokkrum árum.“ Gæti tekið allt að fimm mánuði Síðastliðið ár hefur hann staðið í stífum æfingum og og borðar um 10.000 kalóríur á dag til að bæta á sig fitu fyrir vörn gegn kuldanum. Áskorunin framundan gæti orðið hans erfiðasta hingað til. „Ég held að það gæti tekið þrjá mánuði, það gæti tekið fjóra mánuði, það gæti tekið fimm. Það er allt undir veðrinu komið. Ég held að það sé aðalþrautin varðandi Ísland, það er veðrið. Allir skilja það. Öldurnar, vindurinn. Vonandi líkar dýrunum vel við mig og selirnir taki mér sem einum af þeim.“ Hvernig er dæmigerður dagur í þessari ferð? „Dæmigerður dagur er auðveldur. Maður syndir með sjávarfallinu í sex tíma og svo fer maður í bátinn. Maður borðar og sefur á meðan straumurinn er á móti. Svo fer maður aftur út í og syndir í sex tíma. Svo þetta eru tvær sex tíma sundferðir á sólarhring, það skiptir ekki máli hvort klukkan sé tvö um nótt eða tvö um dag þú bara skellir þér í gallann.“ Ross tilkynnti leiðangur sinn hringinn í kringum Ísland í Youtube myndbandi á dögunum sem má berja augum hér fyrir neðan: Vonast til að vera þybbinn eins og hvalur Fréttastofa fékk þann heiður að stinga sér til sunds með kappanum þar sem fréttamaður var fljótur að heltast úr lestinni. Sjá má sjósundið hér fyrir ofan í klippunni með fréttinni. Ross segist einkar hrifinn af Íslandi og tekur fram að stuðningur Íslendinga sé ómetanlegur. „Ísland er alveg magnað. Ég elska sólina, ég elska matinn. Fólkið hefur tekið svo vel á móti mér sem er mikilvægast. Ég veit að ég er bara skrítinn Englendingur sem kemur hingað til að reyna synda í kringum þetta magnaða land og mér finnst ég svo velkominn.“ Samhliða því að synda í kringum landið mun leiðangurinn einnig sinna rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Hann segir að stærsta hindrunin á leiðinni verði hitastigið og hefur hann mestar áhyggjur af kuldanum. „Ég er búinn að vera reyna bæta á mig eins mikilli fitu og ég get. Mig langar að verða feitari og meira fit, sem hljómar mjög skringilega. En það er markmiðið að verða eins og þybbinn hvalur.“ Smá eins og að vera fastur í einangrun Hann segir að andlegur undirbúningur sé jafn mikilvægur og líkamlegar æfingar. „Þetta er smá eins og einangrun. Þú ert að synda í tólf klukkutíma á dag og þú sérð ekki mikið, heyrir lítið og finnur enga lykt. Þú ert fastur með eigin hugsunum. Lukkulega er útsýnið við Ísland ótrúlegt. Fjöllin og snjóþekjurnar, vonandi koma hvalir í heimsókn og það mun gera allt mun auðveldara,“ segir hann og bætir við að hann sé spenntastur fyrir því að synda við Vestfirði og fara yfir norðurheimskautsbaug. Hann segist elska Ísland og vilja sjá sem mest af því. „Fyrir flesta væri kannski best að keyra eða sigla í kringum landið. Og þetta mun hljóma skringilega en ég verð mjög sjóveikur á bátnum en þegar ég er í vatninu líður mér vel. Svo það er mun auðveldara fyrir mig að synda í kringum landið en sigla,“ segir hann og hlær dátt.
Sund Sjósund Íslandsvinir Garðabær Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?