Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 21:03 Hjónin keyptu tryggingarnar sínar hjá TM. Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki. Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki.
Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira