Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2025 15:07 Íbúð Aðalsteins í Foldahverfinu í Grafarvogi sem var innsigluð eftir árásina í október 2024. Vísir Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna. Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira