Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2025 23:40 Þorgils mætti með búta úr þakskegginu þar sem á var kústskaft. Vísir/Sigurjón Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum. Reglulega berast fréttir af göllum líkt og lekavandræðum í nýbyggingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir núverandi eftirlitskerfi fullreynt og kynnti í dag nýjan vegvísi um eftirlit með byggingariðnaði. Lagt er til að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Réttur tryggður með nýrri tryggingu Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá stofnuninni segir vonir standa til að fréttir af lekum húsum geti með þessum breytingum heyrt sögunni til. „Við vonumst til þess að í breyttu eftirltii muni rísa hér fleiri betri mannvirki og að stjórnsýslan verði skilvirkari og að neytendavernd verði stóraukin.“ Auk þess er lagt til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Hún gildi í tíu ár eftir að íbúð er tekin í notkun. „Þannig ef upp koma gallar þá sitji neytendur ekki uppi með tjónið, þeir geti leitað aðstoðar hjá tryggingafélaginu en þurfi ekki sjálfir að fara í dómsmál.“ Þorgils Jónsson er einn þeirra sem höfða hefur þurft slíkt dómsmál eftir að hús sem hann keypti reyndist ónýtt vegna myglu. Hann fékk engar bætur og segist hann vona að breytingarnar verði til þess að fleiri þurfi ekki að sitja í sömu sporum. Þorgils mætti með kústskaft á fund HMS í dag. „Þegar húsið mitt var tekið í sundur, það var byggt af snillingum, þá kom í ljós að í þakkantinum hafði verið notað kústskaft til að halda þakkantinum saman, eins og sagt í dómsmálinu mínu engu til sparað einungis besta efnið notað, þannig þetta kom í ljós þegar við fórum í að rífa húsið í sundur sem eyðilagðist. Þetta er bara, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð.“ Byggingariðnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Reglulega berast fréttir af göllum líkt og lekavandræðum í nýbyggingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir núverandi eftirlitskerfi fullreynt og kynnti í dag nýjan vegvísi um eftirlit með byggingariðnaði. Lagt er til að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Réttur tryggður með nýrri tryggingu Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá stofnuninni segir vonir standa til að fréttir af lekum húsum geti með þessum breytingum heyrt sögunni til. „Við vonumst til þess að í breyttu eftirltii muni rísa hér fleiri betri mannvirki og að stjórnsýslan verði skilvirkari og að neytendavernd verði stóraukin.“ Auk þess er lagt til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Hún gildi í tíu ár eftir að íbúð er tekin í notkun. „Þannig ef upp koma gallar þá sitji neytendur ekki uppi með tjónið, þeir geti leitað aðstoðar hjá tryggingafélaginu en þurfi ekki sjálfir að fara í dómsmál.“ Þorgils Jónsson er einn þeirra sem höfða hefur þurft slíkt dómsmál eftir að hús sem hann keypti reyndist ónýtt vegna myglu. Hann fékk engar bætur og segist hann vona að breytingarnar verði til þess að fleiri þurfi ekki að sitja í sömu sporum. Þorgils mætti með kústskaft á fund HMS í dag. „Þegar húsið mitt var tekið í sundur, það var byggt af snillingum, þá kom í ljós að í þakkantinum hafði verið notað kústskaft til að halda þakkantinum saman, eins og sagt í dómsmálinu mínu engu til sparað einungis besta efnið notað, þannig þetta kom í ljós þegar við fórum í að rífa húsið í sundur sem eyðilagðist. Þetta er bara, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð.“
Byggingariðnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira