Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2025 23:01 Væb-bræður heilla. Getty Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár. Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár.
Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp