„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. maí 2025 00:19 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira