Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 12:22 Einn af nýjustu björgunarbílum landsins, bíll frá Björgunarfélagi Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. 14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent