„Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 23:34 Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, t.h., sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, t.v., um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknar í gagnaþjófnaði frá embættinu. Vísir/Niceair/Vilhelm Sigurbjörn Árni Arngrímsson sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Niceair, um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknara vegna gagnaþjófnaðar frá embættinu. Þorvaldur kalli eftir ábyrgð stjórnenda en hafi sjálfur ekki axlað ábyrgð þegar flugfélag hans fór í þrot. RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Eftir þáttinn skrifaði Þorvaldur, sem er fyrrverandi bankamaður og var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun, færslu þar sem hann sagðist vera að íhuga réttarstöðu sína. „Þegar skip fer niður og sekkur þá er það vanalega skipstjórinn sem ber efstu ábyrgð og það hlýtur að vera Ólafur Hauksson og þeir sem stýrðu þeim hlustunum sem voru framkvæmdar á þessu árabili þarna eftir hrun,“ sagði Lúðvík svo í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorvaldur Lúðvík: „Hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur.“ Ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair sökk Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum og einn þekktasti íþróttalýsandi landsins, fylgdist með kvöldfréttum Rúv og misbauð málflutningur Lúðvíks svo að hann skrifaði færslu á Facebook. Hann lýsir því þar hvernig Lúðvík bar enga ábyrgð þegar Niceair fór á hausinn. „Þetta finnst mér magnað. Þessi maður (Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson) segir að þegar skipið fari niður beri skipstjórinn ábyrgðina (í hans tilfelli Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari) alveg sama þó skipstjórinn hafi í raun ekki gert neitt rangt og reynt að fylgja öllum reglum,“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík hafi hins vegar ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair „sökk (eða brotlenti) og ég sat uppi með yfir 500.000 kr í tap í viðskipum við hann,“ skrifar Sigurbjörn. Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi. Miðarnir voru fermingargjöf til sonar hans, fjölskylduferð til Kaupmannahafnar, sem þurfti að kaupa aftur. „Hann bar nákvæmlega enga ábyrgð og vísaði á spænskt fyrirtæki sem gerir ekkert með úrskurði samgöngustofu (mér voru dæmdar fullar bætur). Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið (þó svo að ég sé ekki að bera saman hlerunarleka og flugfargjöld),“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík sagði ástæður þrots Niceair mega að flestu rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila“ sem gerði félaginu ókleift að starfa áfram. HiFly, erlendur flugrekstraraðili Niceair, hafði áður misst einu flugvél sína vegna vanskila við eigendur hennar sem gerði að verkum að Niceair gat ekki haldið rekstrinum áfram. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Niceair Tengdar fréttir „Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12 Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Eftir þáttinn skrifaði Þorvaldur, sem er fyrrverandi bankamaður og var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun, færslu þar sem hann sagðist vera að íhuga réttarstöðu sína. „Þegar skip fer niður og sekkur þá er það vanalega skipstjórinn sem ber efstu ábyrgð og það hlýtur að vera Ólafur Hauksson og þeir sem stýrðu þeim hlustunum sem voru framkvæmdar á þessu árabili þarna eftir hrun,“ sagði Lúðvík svo í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorvaldur Lúðvík: „Hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur.“ Ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair sökk Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum og einn þekktasti íþróttalýsandi landsins, fylgdist með kvöldfréttum Rúv og misbauð málflutningur Lúðvíks svo að hann skrifaði færslu á Facebook. Hann lýsir því þar hvernig Lúðvík bar enga ábyrgð þegar Niceair fór á hausinn. „Þetta finnst mér magnað. Þessi maður (Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson) segir að þegar skipið fari niður beri skipstjórinn ábyrgðina (í hans tilfelli Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari) alveg sama þó skipstjórinn hafi í raun ekki gert neitt rangt og reynt að fylgja öllum reglum,“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík hafi hins vegar ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair „sökk (eða brotlenti) og ég sat uppi með yfir 500.000 kr í tap í viðskipum við hann,“ skrifar Sigurbjörn. Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi. Miðarnir voru fermingargjöf til sonar hans, fjölskylduferð til Kaupmannahafnar, sem þurfti að kaupa aftur. „Hann bar nákvæmlega enga ábyrgð og vísaði á spænskt fyrirtæki sem gerir ekkert með úrskurði samgöngustofu (mér voru dæmdar fullar bætur). Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið (þó svo að ég sé ekki að bera saman hlerunarleka og flugfargjöld),“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík sagði ástæður þrots Niceair mega að flestu rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila“ sem gerði félaginu ókleift að starfa áfram. HiFly, erlendur flugrekstraraðili Niceair, hafði áður misst einu flugvél sína vegna vanskila við eigendur hennar sem gerði að verkum að Niceair gat ekki haldið rekstrinum áfram.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Niceair Tengdar fréttir „Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12 Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00
„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43