Innlent

Skorað á Ísraela og á­tök hafin milli Ind­lands og Pakistans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í morgun sendi frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins á Gasa. 

Í henni skora íslensk stjórnvöld, ásamt fimm öðrum Evrópuríkjum á Ísraela að þeir endurskoði áform sín á Gasa svæðinu en nú stefnir í að þeir hefji stórsókn þangað til þess að ná þar fullum yfirráðum. 

Einnig rýnum við í stöðuna í Kashmír en átök eru hafin milli Indverja og Pakistana, tveggja kjarnorkuríkja.

Að auki ræðum við við forseta Alþingis um stöðu mála á þinginu en þar eru nokkur stór mál til umræðu, veiðigjöld og salan á Íslandsbanka, svo dæmi séu tekin. 

Í íþróttunum verður farið yfir stöðuna í körfunni kvennamegin, en Haukakonur geta tryggt sér titilinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×