Innlent

Ekki hægt að renna sér í Lága­fells­laug næstu vikuna

Atli Ísleifsson skrifar
Lágafellslaug í Mosfellsbæ nýtur mikilla vinsælda meðal barnafólks á höfuðborgarsvæðinu.
Lágafellslaug í Mosfellsbæ nýtur mikilla vinsælda meðal barnafólks á höfuðborgarsvæðinu. Mosfellsbær

Vatnsrennibrautir Lágafellslaugar í Mosfellsbæ verða lokaðar næstu vikuna eða svo vegna viðgerða.

Ekki verður því hægt að renna sér í lauginni næstu daga, en laugin nýtur mikilla vinsælda meðal barnafólks á höfuðborgarsvæðinu.

Greint er frá því á vef Mosfellsbæjar að rennibrautunum hafi verið lokað í gær og að gert sé ráð fyrir að þær verði lokaðar til 13. maí næstkomandi.

Tekið er fram að viðgerðirnar séu háðar veðri og því geti verklok tafist eitthvað. Upplýsingar um framvindu viðgerðanna munu verða birtar við fyrsta tækifæri á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×