Halla og Björn halda til Svíþjóðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 13:09 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sigurjón Ragnar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands. Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira