Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þorbjörg Sigríður segir lagt af stað með átján milljarða í Stóra-Hraun. Vísir/Einar Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“ Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“
Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28