Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þorbjörg Sigríður segir lagt af stað með átján milljarða í Stóra-Hraun. Vísir/Einar Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“ Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“
Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28