Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þorbjörg Sigríður segir lagt af stað með átján milljarða í Stóra-Hraun. Vísir/Einar Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“ Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“
Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28