„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. maí 2025 20:01 Eva Hauksdóttir, verjandi Sigurðar Almars. Vísir/Bjarni Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um mann með skotvopn á hverfisgötunni í gærmorgun og var sérsveitin kölluð út í kjölfarið. Einn var handtekinn á vettvangi en sá heitir Sigurður Almar og var til umfjöllunar í Kompási árið 2023. Þá afplánaði hann fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Hann hefur endurtekið komið við sögu hjá lögreglu og glímir við þroskaskerðingu. Við afplánun fyrri dóma hefur hann ítrekað verið vistaður í einangrun og er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. „Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar“ Sigurður var látinn laus fyrir nokkrum mánuðum þar sem óvissa og skortur á úrræðum tók við að sögn verjanda hans. Sigurður geti varla séð um sig sjálfur. „Ég hefði viljað að hann fengi sólarhrings þjónustu og hefði manninn með sér. Það er Afstöðu fyrir að þakka að það hefur ekkert hræðilegt gerst enn þá. Þetta eru ekki glæpamenn þetta eru sjúklingar. Við ætlum ekki að nota réttargæslukerfið til að halda mönnum af götunni sem eiga að vera í einhverjum félagslegum úrræðum eða undir læknishendi. Það er ekki réttlætanlegt. Við erum með réttarríki og svona gerir maður ekki í réttarríki,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. „Ég tel að það hafi ekki verið forsendur til að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Bæði tel ég að sönnunarstaðan bjóði ekki upp á það. Einnig virðist ásetningu skjólstæðings míns ekki hafa verið þess eðlis að þetta sé rétta leiðin.“ Skorar á Reykjavíkurborg Það sé kaldhæðnislegt að Reykjavík hafi fagnað rekstrarafgangi í dag. „Nú skora ég bara á Reykjavíkurborg að hafa samband við Afstöðu, félag fanga, og vinna með þeim. Það á að stefna að því að nota þennan rekstrarafgang í það að hjálpa fólki eins og þessum skjólstæðingi mínum og fleiri mönnum sem eru í sömu stöðu. Sem geta verið hættulegir en eiga samt ekki heima í fangelsi.“ Ef ekki verður gripið inn í verður þetta þá vítahringur sem endurtekur sig í sífellu? „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu! Þessi maður væri ekki með þennan sakaferil sem hann er með ef að það hefði verið tekið á þessum málum almennilega fyrir mörgum árum síðan.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira