Hefur áhyggjur af arftaka sínum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2025 19:04 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir þegar Heiða tók við sem borgarstjóri í febrúar. Vísir/Vilhelm A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira