„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 12:21 Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir eðlilegt að stofnandi kvikmyndaskólans sé ósáttur. Nafnið og námskráin verði engu að síður áfram í gagninu. Samsett Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira