Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skrípaleik í gangi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53