Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 14:02 Starfshópnum var falið að rýna í lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Vísir/Egill Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður af þáverandi starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í febrúar í fyrra. Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, var skipaður formaður starfshópsins en honum var falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þar með talið alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Í tilkynningu um starfshópinn í febrúar í fyrra kom fram að starfshópurinn ætti að skila skýrslu þar sem fram kæmi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. „Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar,“ segir í tilkynningunni. Starfshópinn skipa, auk Þorgeirs, Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands, Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent og Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti. Ekki fleiri sótt um leyfi Í desember voru gefin í tvö leyfi til hvalveiða. Hvalur hf. fékk leyfi til hvalveiða og Tjaldtangi hf. fékk leyfi til að veiða hrefnu. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki veiða langreyði í sumar en Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldanga hf., sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að hann myndi hefja hrefnuveiðar í sumar. Hann stefnir á að selja kjötið á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa ekki fleiri sótt um leyfi. Fjórir sóttu um leyfi fyrir áramót en tveir umsækjenda uppfylltu ekki skilyrði fyrir leyfisveitingu til hrefnuveiða.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34
Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. 8. apríl 2025 19:33