„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 21:35 Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Stefán Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann. Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann.
Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira