Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 29. apríl 2025 14:40 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira