Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2025 10:56 Gengið er inn um dyrnar og svo beygt til hægri til að komast í hraðbankann sem glæpamenn landsins virðast hafa mikinn áhuga á að ræna. Vísir/Anton Brink Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi. Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira